Spáð er hægri breytilegri átt í dag. Víða verður þurrt og bjart veður en líkur eru á þokubökkum við norðurströndina. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig yfir daginn, hlýjast á Vesturlandi.
Suðaustan 5-10 m/s verða vestantil á morgun, skýjað og sums staðar dálítil væta. Annars verður hæg breytileg átt og áfram bjart veður. Hiti verður á bilinu 11 til 16 stig yfir daginn.