Eldborgarsalur tvísetinn vegna skipsins

Gestirnir í Hörpu í gærkvöldi.
Gestirnir í Hörpu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bekkir Eldborgarsalarins í Hörpu í voru þétt setnir í tvígang í gærkvöldi þegar Norwegian Cruise Line fagnaði nafngift skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. Alls voru 2.600 gestir boðaðir í Hörpu og því þurfti að halda veisluna tvívegis sama kvöld.

Íslensk list var í fyrirrúmi á skemmtuninni en Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands og söngkonan Bríet skemmtu gestum. Í dag mun svo bandaríska söngkonan Katy Perry koma fram við athöfn við Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík, en hún verður guðmóðir skipsins sem er eitt það stærsta í heiminum.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert