Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann fyrir skömmu með sjúkling sem hún sótti í Úlfarsfell.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið klukkan 11.50. Sjúkrabíll var sendur á vettvang en síðar var óskað eftir þyrlu á staðinn sem flutti sjúklinginn á spítalann.