Tilkynning barst um aðila að ganga berserksgang á bráðamóttöku Landspítalans. Hann flúði af vettvangi og var lögregla enn að leita að honum snemma í morgun, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar um verkefni frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Einn var fluttur á slysadeild með áverka en gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Hópslagsmál voru tilkynnt í hverfi 111 í Breiðholti en ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.
Brotist var inn í heimahús í hverfi 108 og voru menn farnir af vettvangi þegar lögreglu mætti á staðinn. Í sama hverfi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem aðilar voru að reyna að komast inn í hús.
Tilkynnt var um ofurölvi aðila sem var til vandræða á skemmtistað. Honum var vísað út af staðnum og ók lögregla honum heim. Fleiri útköll bárust um ofurölvi fólk í miðbænum.
Einnig barst lögreglunni tilkynning um unglingasamkvæmi sem hafði farið úr böndunum.
Aðili var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir húsbrot, eignaspjöll, hótanir og brot á vopnalögum.
Tilkynnt var um innbrot á bílasölu í Árbænum og var aðilinn flúinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á staðinn.
Sömuleiðis var tilkynnt um unglingadrykkju á bæjarhátíð í Mosfellsbæ.