Leitað plasts í refasaur í fyrsta sinn á Íslandi

Talið er að tegundin gæti verið hentug til að rannsaka …
Talið er að tegundin gæti verið hentug til að rannsaka plastmengun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Tíðni og umfang plastmengunar í refum er minni en fundist hefur í sjávarlífverum. Þetta sýna niðurstöður rannsókna Birte Technau um plast og annað rusl af mannavöldum í refasaur á Íslandi. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en fjallað er um hana á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Refur er eina upprunalega landspendýr Íslands og nýtir sjávarfang sem fæðu. Talið var að tegundin gæti verið hentug til að vakta stöðu plastmengunar í lífríki norðurslóða.

Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á plastmengun í saur úr íslenskum refum og bera saman umfang plastmengunar í sýnum frá Hornströndum og af öðrum svæðum á Íslandi. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert