„Ég kom til Íslands, 250 árum á eftir Solander, og á einhvern undarlegan hátt þá tengi ég við hann. Nú vil ég að Íslendingar noti tækifærið og spegli sig í verkefninu og sjái hvernig Ísland var fyrir 250 árum,“ segir Pär.
„Satt að segja er ég orðinn þreyttur á venjulegum diplómatískum aðferðum sendiherra. Þær skapa ekki umræður. Ég gæti komið hingað og talað um Línu langsokk, en það hefur þegar verið gert. Mig langaði að gera eitthvað nýtt,“ segir hann og segist hafa boðið íslenskum listamönnum að búa til list sem tengist leiðangri Solanders.
„En sýningin heitir ekki Bréf um Ísland, heldur Bréf frá Íslandi, enda fá Íslendingar nú að tjá sig.“
Ítarlegt viðtal er við Pär Ahlberger í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.