Rannsaka kynferðisbrot innan veggja FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi.
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi. mbl.is/Sigurður Jónsson

Lögreglan rannsakar meint kynferðisbrot innan veggja Fjölbrautaskólans á Suðurlandi í vikunni. Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti að svo stöddu. 

Tölvupóstur um málið barst nemendum skólans í gær frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólastjóra FSu.

Þar greinir hún frá því að báðir aðilar aðilar málsins séu nemendur skólans og séu undir lögaldri. Atvikið hafi átt sér stað á einu af baðherbergjum skólans. 

„Það hefur í för með sér að þau eiga bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgi. Það er ekki búið að dæma í málinu og því er gerandi saklaus þar til sekt er sönnuð,“ segir í pósti Olgu sem hefur birst í heild sinni á Twitter og hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð. 

Í póstinum bað Olga um að málið yrði ekki rætt á samfélagsmiðlum vegna viðkvæmni þess. 

Þá biður hún foreldra um að ræða við börn sín um skaðsemi dómstóls götunnar. „Við viljum að samfélaginu sé stjórnað af fagmennsku og réttsýni, til þess erum við með dómstóla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert