Tónlistarkonan Judy Tobin er komin aftur til Íslands. Hún bjó hér í 27 ár en notaði þá nafnið Judith Þorbergsson.
Þá hugðist hún dvelja í eitt ár og nú er hið sama uppi á teningnum. Hún fer úr einni fjölmennustu borg heims í Ameríku yfir í fámennt sveitarfélag við Skutulsfjörð.
„Bergþór Pálsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði, hafði samband við mig. Hann var að velta fyrir sér hvort ég væri ekki búin að fá nóg af ævintýramennsku í bili og vildi ekki bara koma til Íslands. Hann vantaði píanókennara til að leysa af í eitt ár. Fyrst hló ég bara en mér leist vel á þegar ég fór að íhuga þetta,“ segir Judy sem er komin til Ísafjarðar frá Mexíkóborg þar sem hún bjó í sjö ár.
Rætt er við Judy í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.