Var megastjarna í Færeyjum

Jógvan hóf poppferilinn á laginu Leaving on a jetplane, en …
Jógvan hóf poppferilinn á laginu Leaving on a jetplane, en hafði þá verið í klassískri tónlist frá blautu barnsbeini. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferillinn byrjaði á því að Jógvan var ráðinn sem söngvari í hljómsveit. 

„Einu sinni eftir eina leiksýningu söng ég og spilaði lagið Leaving on a jetplane, en þarna var ég um fimmtán, sextán ára. Um kvöldið var partý og ég var beðinn um að syngja lagið aftur og tveimur vikum síðar var ég orðinn söngvari í hljómsveit,“ segir Jógvan.  

„Ég man þegar ég fór í prufuna var ég spurður hvað ég kynni annað en Leaving on a jetplane. Ég sagðist ekki kunna neitt. Þá var spurt: „Kanntu eitthvað með Bítlunum?“ Ég svaraði: „Hverjir eru þeir nú aftur?“ Gæjarnir í hljómsveitinni dóu úr hlátri.“ 

„Við áttum farsælan feril. Ég var megastjarna í Færeyjum þegar ég var ungur,“ segir Jógvan og hlær.

Ítarlegt viðtal er við Jógvan í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert