„Vont að þetta séu viðbrögð skólameistara“

Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Fjölbrautaskóli Suðurlands. mbl.is//Hari

Ásrún Aldís Hreinsdóttir, formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að nemendafélagið muni funda með skólastjórnendum á mánudag þar sem náið verði farið yfir kynferðisbrotamál sem kom upp í skólanum í vikunni.

Tölvu­póst­ur um málið barst nem­end­um skól­ans í gær frá Olgu Lísu Garðars­dótt­ur, skóla­stjóra FSu.

Þar kom fram að báðir aðilar máls­ins séu nem­end­ur skól­ans og séu und­ir lögaldri. Það hafi með sér í för að þau eigi bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgi. 

Í yfirlýsingu sem stjórn nemendafélagsins birti á Instagram segir að þau séu „ósammála innihaldi póstsins og hvernig hann var orðaður“. 

Nemendafélag FSu sendur frá sér yfirlýsingu vegna kynferðisafbrotamáls í skólanum.
Nemendafélag FSu sendur frá sér yfirlýsingu vegna kynferðisafbrotamáls í skólanum. skjáskot af Instagram

Olga bað nemendur í tölvupóstinum að málið yrði ekki rætt á sam­fé­lags­miðlum vegna viðkvæmni þess og að foreldrar myndu ræða við börn sín um skaðsemi dómstóls götunnar. 

Standa alltaf með þolendum

Ásrún segir að um skelfilegan atburð sé að ræða „og vont að þetta séu viðbrögð skólameistara“.

„Við tökum þessu mjög alvarlega og hörmum að svona skuli gerast,“ segir hún og bendir á yfirlýsingu stjórnarinnar þar sem segir að nemendafélagið muni alltaf standa með þolendum.

Olga Lísa hefur ekki svarað fyrirpurn mbl.is vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert