Opna nýtt sendiráð í Síerra Leóne

Þegar er unnið að ýmsum verkefnum í Síerra Leóne.
Þegar er unnið að ýmsum verkefnum í Síerra Leóne. AFP/Saidu Bah

Nýtt íslenskt sendiráð verður opnað í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne í Vestur-Afríku, en verkefni þess verða fyrst og fremst á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu. Vonir standa til að það verði formlega opnað öðru hvoru megin við næstu áramót. Þessi ákvörðun er ekki ný af nálinni heldur á hún sér nokkurn aðdraganda. Tafir hafa þó orðið á framkvæmdinni, meðal annars vegna heimsfaraldurs.

Ekki verður skipaður nýr sendiherra við sendiráðið heldur verður það undir stjórn útsends forstöðumanns. Auk hans er gert ráð fyrir að annar útsendur starfsmaður verði þar við störf. Í tengslum við þessa ráðstöfun stendur ekki til að loka öðrum sendiráðum.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert