Salernin verða ókyngreind

Gámar með salernum hafa verið settir fyrir utan Kjarvalsstaði til …
Gámar með salernum hafa verið settir fyrir utan Kjarvalsstaði til bráðabirgða. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdir standa nú yfir á Kjarvalsstöðum við Klambratún í Reykjavík þar sem unnið er að nýjum salernum, en þau verða ókyngreind. Þannig verður um að ræða alveg lokaða klefa sem ætlaðir eru til notkunar óháð kyni.

Framkvæmdir hófust í byrjun ágústmánaðar og eru verklok áætluð í lok október.

Við hönnun var áhersla lögð á að nýju salernin myndu ríma við þá hönnun sem fyrir er á Kjarvalsstöðum til þess að halda í gamlan anda byggingarinnar, að sögn Ólafs Óskars Axelssonar arkítekts.

Gámar með salernum hafa verið settir fyrir utan Kjarvalsstaði til bráðabirgða meðan á framkvæmdum stendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert