Sýnir muni frá stríðsárunum á Íslandi

Sýningin fer fram í Kjarnanum í Þverholti í Mosfellsbæ.
Sýningin fer fram í Kjarnanum í Þverholti í Mosfellsbæ. mbl.is/Óttar

Síðasti dagur hernámssýningar í Mosfellsbæ í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima er í dag. Á sýningunni má sjá ýmsa muni og myndir frá stríðsárunum á Íslandi.

Tryggvi Blumenstein stendur fyrir hernámssýningunni, en hann heldur einnig úti fræðsluvefnum fbi.is um stríðsárin á Íslandi.

Tryggvi segir í samtali við mbl.is að sýningin hafi gengið mjög vel og að margir hafi kíkt við.

Síðasti dagur hernámssýningarinnar er í dag.
Síðasti dagur hernámssýningarinnar er í dag. mbl.is/Óttar

Byrjaði mjög ungur að safna

„Það hefur verið mjög mikil traffík hérna og ég hef heyrt að fólk í bænum sé mjög ánægt með þetta,“ segir Tryggvi.

„Þetta eru eingöngu munir frá stríðsárunum sem tengjast Íslandi. Ég byrjaði mjög ungur að safna og fór svo í það að safna eingöngu því sem tengdist stríðsárunum á Íslandi.“

„Það hefur verið mjög mikil traffík hérna,“ segir Tryggvi.
„Það hefur verið mjög mikil traffík hérna,“ segir Tryggvi. mbl.is/Óttar

Tryggvi hélt síðast hernámssýningu árið 2016, en árið 2010 þar áður.

„Ég er að vonast til þess að bærinn geti útvegað mér húsnæði til frambúðar þannig að þetta geti staðið uppi lengur, þetta er svona til kynningar á því.“

Tryggvi byrjaði ungur að safna munum.
Tryggvi byrjaði ungur að safna munum. mbl.is/Óttar

Sýningin fer fram í Kjarnanum í Þverholti 2 og stendur yfir til klukkan 20 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka