Allt að 20 stiga hiti fyrir norðan

Kort/mbl.is

Spáð er suðaustan 8-15 metrum á sekúndu í dag og rigningu með köflum, en mun hægari vindur og bjart veður verður á Norður- og Austurlandi.

Á morgun verða suðaustan 10-18 m/s og rigning, jafnvel talsverð á köflum, en mun hægar vindur fyrir norðan og austan og þurrt lengst af. Lægir vestantil seinnipartinn og styttir upp að mestu um landið vestanvert um kvöldið.

Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum nyrðra, en heldur hlýrra á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert