„Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist ef þeir finna fyrir óþægindum,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Svifryk af gerðinni PM10 mælist sérstaklega mikið á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan 12 á hádegi var klukkustundargildi á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar 272,4 míkrógrömm á rúmmetra og við Grensásveg 121 míkrógrömm á rúmmetra.
Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Upptök sandfoksins eru frá söndunum á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en hluti af mistrinu sem sést er vegna raka.