Dómurinn stakk í augun

Helgi Gunnlaugsson.
Helgi Gunnlaugsson. mbl.is/Árni Sæberg

Prófessor í félagsfræði segist undrandi á nýföllnum dómi er varðar stunguárás í miðbænum. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára Daniel Zambrana Aquilar, var í vikunni dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás, og samverkamaður hans í þriggja mánaða skilorð.

„Þetta stakk svolítið í augun, þegar ég sá dóminn. Mér fannst rökstuðningurinn ekki sannfærandi. Sá sem beitti eggvopninu átti að gera sér grein fyrir að atlagan var lífshættuleg. Það er ekki árásarmönnunum tveimur að þakka að ekki fór verr,“ segir Helgi og bætir við að athyglisvert sé að maðurinn hafi verið sýknaður af tilraun til manndráps.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert