Eldgosi er lokið

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Eldgosinu er lokið,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Síðast sást glóð í eldgígnum í Meradölum á sunnudag um þar síðustu helgi, það er 21. ágúst. Þá hafði gosið staðið í átján daga.

„Mælar sýna engan óróa nú. Hraunflæði hefur stöðvast og gasútstreymis verður ekki lengur vart. Áfram er þó og verður mikill hiti í kjarna hraunsins og undir yfirborðinu. Því mætti lýsa yfir goslokum nú en slíkt er hlutverk Veðurstofu Íslands,“ segir Þorvaldur.

Rúmmál hrauns í Meradalagosinu er talið 11 milljónir rúmmetra og nær yfir 1,2 ferkílómetra, samkvæmt því sem Jarðvísindastofnun HÍ hefur gefið út. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert