Guðni og Pahor tóku skokkið saman

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Borut Pahor Slóveníuforseti tóku …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Borut Pahor Slóveníuforseti tóku skokkið saman. skjáskot

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón eru í opinberri heimsókn í Slóveníu sem stendur. 

Heimsóknin hófst á með athöfn á Kongresni-torgi í miðborg Ljubljana hvar Borut Pahor Slóveníuforseti og Tanja Pečar, eiginkona hans, tóku á móti forsetahjónunum.

Á milli dagskrárliða hefur Guðna og Pahoe tekist að koma að sameiginlegu skokki við Bled-vatn norðan við höfuðborgina.  

Forsetahjónin fóru einnig í bátsferð að Bled-eyju í samnefndu vatni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert