Ljóðalestur Arnars á vínyl

Arnar Jónsson ásamt eiginkonu sinni, Þórhildi Þorleifsdóttur og Jóni Magnúsi …
Arnar Jónsson ásamt eiginkonu sinni, Þórhildi Þorleifsdóttur og Jóni Magnúsi syni þeirra en fjölskyldan stendur þétt að baki honum í ljóðaverkefninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er komið að því að láta þennan gamla draum rætast,“ útskýrir Arnar Jónsson leikari sem hefur áform um að gefa út eigin ljóðalestur á tvöfaldri vínylplötu á næsta ári. „Mig hefur lengi langað að gera þetta, mér til yndisauka og vonandi einhverjum fleirum og kinka um leið kolli til mentora minna eða uppfræðara í ljóðalestri, eins og Lárusar Pálssonar og margra annarra.“

Arnar viðurkennir að valið verði ekki auðvelt enda ansi mörg ljóð í uppáhaldi. „Ég á ekki von á því að þetta verði mjög einsleitt. Það er af svo mörgu að taka. Mest verður þetta íslenskt efni en líka þýðingar eftir Magnús Ásgeirsson og fleiri.“

Fjáröflun vegna verkefnisins stendur nú yfir á Karolina Fund og lýkur í næstu viku.

Rætt er við Arnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.    

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert