Ljósmyndir sýna breytingar á yfirborði lónsins

Ljósmynd/Jón Kristleifsson

Ljósmyndir sem teknar voru í flugleiðangri í grennd við Langjökul sýna breytingar á yfirborði Hafrafellslóns sem hugsanlegt er að hlaupi úr á næstunni undir sporð jökulsins og í Svartá og loks í Hvítá í Borgarfirði.

Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands hafa nánar gætur á lóninu en gögn sem varpa ljósi á breytingar í lóninu gætu veitt aukinn fyrirvara ef hlaup hefst, að því er fram kemur í færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands á Facebook. 

Í gær voru Húsfellingar og fleiri á ferðinni og sendu frábærar myndir sem við höfum fengið heimild til að deila. Myndirnar sýna afar vel allar breytingar á yfirborði lónsins sjálfs, jökunum sem brotna úr jökulsporðinum, og því hvernig yfirborð jökulsins er yfir hlaupfarveginum,“ segir í færslunni.

Myndirnar má sjá hér að neðan.

Ljósmynd/Jón Kristleifsson
Myndirnar sýna allar breytingar á yfirborði lónsins sjálfs, jökunum sem …
Myndirnar sýna allar breytingar á yfirborði lónsins sjálfs, jökunum sem brotna úr jökulsporðinum, og því hvernig yfirborð jökulsins er yfir hlaupfarveginum. Ljósmynd/Jón Kristleifsson
Ljósmynd/Arnar Bergþórsson
Ljósmynd/Arnar Bergþórsson







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert