Paola nýr formaður innflytjendaráðs

Paola Cardenas.
Paola Cardenas. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Paola Cardenas er nýr formaður innflytjendaráðs. Hún er skipuð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Paola er sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur um árabil starfað í Barnahúsi, auk þess að hafa unnið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Rauða krossi Íslands og á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Enn fremur er Paola barnabókarithöfundur, að því er ráðuneytið greinir frá í tilkynningu

Aðrir fulltrúar í innflytjendaráði eru Daniel E. Arnarsson, varaformaður, Gunnlaugur Geirsson, Leifur Ingi Eysteinsson, Donata H. Bukowska, Joanna Marcinkowska og Anna Guðrún Björnsdóttir. Áshildur Linnet, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, er starfsmaður ráðsins.

Hlutverk innflytjendaráðs er meðal annars að vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og hafa eftirlit með framkvæmd hennar, stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar og beita sér fyrir opnum umræðum um málefni innflytjenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert