Veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við mbl.is að mistur sem er núna yfir borginni sé bæði út af sandfoki frá söndunum á Suðurlandi og rakamistur. Lítil loftgæði mælast hjá Umhverfisstofnun.
Veðurfræðingur segir þetta oft koma með strekkings suðaustanátt frá Landeyjarsandi eða frá söndunum á Suðurlandi.
„Þetta getur gerst þegar það er þetta hvasst og þurrt þarna á þessum slóðum.“
„Í þessari vindátt er oft raki með og myndast úrkoma í fjöllunum suðaustan við Reykjavík. Það fýkur fínn úði eða rakamistur yfir borgina.“
Rakamistrið blandist við sand- og leirfok frá söndunum við suðurströndina.
„Þetta getur verið vont fyrir viðkvæma.“