Allt að 22 stig fyrir norðan

Kort/mbl.is

Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu og rigningu sunnan- og vestantil í dag. Sums staðar verður talsverð úrkoma, en lengst af þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Lægir vestanlands síðdegis og fer að draga úr vætu. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig, hlýjast fyrir norðan.

Gengur í sunnan 10-18 m/s á morgun með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en úrkomuminna verður norðaustantil. Snýst í heldur hægari vestlæga átt þegar líður á daginn og dregur úr vætu. Hiti verður á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert