Aukið vatnsmagn í Hvítá

Aukið vatnsmagn er nú í Hvítá í Borgarfirði vegna leysinga …
Aukið vatnsmagn er nú í Hvítá í Borgarfirði vegna leysinga frá Langjökli og mikillar úrkomu. Ljósmynd/Elmar Snorrason

Aukið vatnsmagn er nú í Hvítá í Borgarfirði vegna leysinga frá Langjökli og mikillar úrkomu. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið aukið vatnsmagn frá því í síðustu viku.

„Við vorum búin að sjá að það var búið að fyllast í lón við Langjökul sem heitir Hafrafellslón. Það var búið að fyllast í það vegna leysinga frá Langjökul. Árið 2020 var hlaup úr lóninu sem fór svo niður Hvítá á móti Húsafelli og fór næstum upp á brúargólfið. Fullt af fiski drapst og það flæddi yfir tún,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Myndina tók Elmar Snorrason í dag er hann ferðaðist frá …
Myndina tók Elmar Snorrason í dag er hann ferðaðist frá Langjökli. Hann segir að það gæti orðið verulegt stuð ef hlaup kæmi úr Hafrafellslóni ofan á þessar leysingar. Ljósmynd/Elmar Snorrason

Að sögn Bjarka er ekki hafið hlaup úr Hafrafellslóni en slíkt gæti gerst á næstu dögum.

„Ef það kemur hlaup þá kemur það mjög hratt niður og þá eykst mjög mikið í ánni, og þá er bara spurning hvort það verði meiri eða minna en árið 2020. En við fylgjumst með því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert