Ekkert ferðaveður er að gosstöðvunum í Meradölum en á svæðinu er mikill vindur og úrkoma.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Síðast sást glóð í eldgígnum í Meradölum á sunnudag um þar síðustu helgi, það er 21. ágúst. Þá hafði gosið staðið í átján daga.
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að eldgosinu sé lokið.