Forvitnar andarnefjur á Akureyri

Andarnefjurnar fylgdust af athygli með sjósportsmönnum á Pollinum á Akureyri …
Andarnefjurnar fylgdust af athygli með sjósportsmönnum á Pollinum á Akureyri í gærmorgun. Ljósmynd/Steinar Garðarsson

Þrjár andarnefjur hafa haldið sig í Akureyrarhöfn síðan á laugardag. Ania Wójcik, leiðsögumaður hjá Hvalaskoðun Akureyrar, segir andarnefjur vanalega halda sig fjarri landi og því sé um óvenjulegan atburð að ræða.

„Möguleg ástæða þess er að á meðal þeirra er kálfur. Það er algengt meðal þessarar dýrategundar að þegar óreyndur kálfur er á meðal þeirra þá leita hvalirnir sér skjóls. Einfaldasta skýringin á því að þeir halda sig í firðinum er að þar finna þeir öryggi.“ segir Anja.

Að sögn hennar hafa sjósportsmenn á svæðinu vakið forvitni andarnefjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert