Hús Hæstaréttar verði móttökuhús

Gamla Hæstaréttarhúsið er sambyggt Arnarhvoli.
Gamla Hæstaréttarhúsið er sambyggt Arnarhvoli. mbl.is/sisi

Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur veitt Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum leyfi til að breyta innra skipulagi gamla Hæstaréttarhússins við Lindargötu. Hæstiréttur flutti starfsemi sína í nýtt hús handan Lindargötu árið 1998. Gamla húsið var illa farið en það var gert upp að utan fyrir nokkrum árum.

„Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna yfir í Arnarhvál á öllum hæðum, koma fyrir lyftu og eldvörðu stigahúsi milli allra hæða, færa til glugga á norðurhlið og opna þar útgönguleið og innrétta aðstöðu fyrir ýmiss konar fundahöld og móttöku í húsi Hæstaréttar, Lindargötu 3 á lóð nr. 1-3 við Lindargötu,“ segir í erindi FSRE.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert