Lokar bakaríinu á Flúðum

Bakaríið var opnað í mars árið 2021.
Bakaríið var opnað í mars árið 2021.

Bakarinn Almar Þór Þorgrímsson hefur ákveðið að loka bakaríinu á Flúðum. Það var opnað í mars á síðasta ári við mikla ánægju íbúa á svæðinu sem og ferðalanga. Reksturinn hefur hins vegar ekki staðið undir sér og því var ákveðið að loka.

Síðasti opnunardagur bakarísins á Flúðum var í dag, þriðjudag. Greint var frá lokuninni á Facebooksíðu Almars bakara og ljóst er á viðbrögðunum að eftirsjá verður af bakaríinu meðal íbúa.

Almar bakari rekur eftir sem áður þrjú bakarí á Suðurlandi; á Selfossi, í Hveragerði og á Hellu.

Hjónin Almar Þór Þorgrímsson og Ólöf Ingibergsdóttir reka þrjú bakarí …
Hjónin Almar Þór Þorgrímsson og Ólöf Ingibergsdóttir reka þrjú bakarí undir nafni Almars. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert