Mikill fjöldi ofbeldismanna undir 18 ára

Talið er að rekja megi aukna aðsókn til #MeToo bylgju …
Talið er að rekja megi aukna aðsókn til #MeToo bylgju sem fór af stað vorið 2021. mbl.is

Árið 2021 leituðu 952 ein­stak­ling­ar til Stíga­móta sem brotaþolar kyn­ferðisof­beld­is. Þar af komu 465 á Stíga­mót í fyrsta skipti. Þetta er mesti fjöldi nýrra brotaþola í ráðgjöf á einu ári. Þó voru 200 ein­stak­ling­ar á biðlista eft­ir viðtali í lok árs­ins. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í árs­skýrslu Stíga­móta fyr­ir árið 2021 sem kom út í dag.

Heild­ar­fjöldi viðtala var 3.381 á ár­inu og hef­ur ekki verið meiri frá stofn­un Stíga­móta. Jafn­framt sótti met­fjöldi aðstand­enda viðtöl eða 96 manns. Gera má ráð fyr­ir að þessi aukna aðsókn í þjón­ust­una komi í kjöl­far nýrr­ar #MeT­oo bylgju sem fór af stað vorið 2021. Þá varð mik­il vakn­ing meðal þolenda um að skila skömm­inni, leita sér aðstoðar og vinna úr af­leiðing­um of­beld­is­ins.

Lang­flest þeirra sem leituðu til Stíga­móta á ár­inu komu vegna nauðgana, eða 67,3 pró­sent. Þá leituðu 54,4 pró­sent til Stíga­móta vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni og 33,3 pró­sent vegna sifja­spella. Mun fleiri en áður nefna sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi sem ástæðu komu en áður. Það hlut­fall fór úr 8,6 pró­sent­um í 21,3 pró­sent á einu ári.

Vin­ur eða kunn­ingi í flest­um til­fell­um

Gögn­um var safnað um 700 of­beld­is­menn á síðasta ári. Lang­flest­ir þeirra voru karl­ar, eða 95,6 pró­sent. Flest­ir brota­mann­anna voru á aldr­in­um 18-29 ára, eða 41 pró­sent. 107 gerend­ur voru á aldr­in­um 14-17 ára þegar brotið var framið, eða 16,7 pró­sent. Í frétta­til­kynn­ingu frá Stíga­mót­um er tekið fram að það veki at­hygli hve hátt hlut­fall brota­manna var und­ir 18 ára aldri.

Í lang­flest­um nauðgun­ar­mál­um var ger­and­inn vin­ur eða kunn­ingi eða 34,8 pró­sent en næst­al­geng­ast var að ger­and­inn væri maki eða fyrr­ver­andi maki, eða í 19,6 pró­sent til­vika.

Flest­ir brotaþol­anna sem leituðu til Stíga­móta 2021 voru kon­ur, eða 88,2 pró­sent. Karl­ar voru 11,2 pró­sent og önn­ur kyn 0,6 pró­sent. Flest voru á aldr­in­um 18-29 ára við komu til Stíga­móta eða 52,6 pró­sent. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að það veki at­hygli að 66,4 pró­sent brotaþola hafi verið yngri en 18 ára þegar þau voru fyrst beitt kyn­ferðisof­beldi. Það sé í sam­ræmi við niður­stöður fyrri ára og því sé ljóst að börn og ung­ling­ar séu í sér­stakri hættu á að verða fyr­ir kyn­ferðisof­beldi.

Al­geng­ustu af­leiðing­ar sem þolend­ur sögðust kljást við voru kvíði, sekt­ar­kennd, skömm, dep­urð og lé­leg sjálfs­mynd. Þá höfðu 23 pró­sent gert til­raun til sjálfs­vígs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert