Þjóðverji situr einn að fyrsta vinningi í Eurojackpot að þessu sinni, en dregið var í kvöld. Hann fær að launum um 2,8 milljarða króna.
Þá hreppti Dani annan vinning og fær hann að launum um 116 milljónir.
Sex fengu þriðja vinning og fær hver þeirra um 10,9 milljónir í vasann. Þrír þeirra voru keyptir í Póllandi, Tveir í Þýskalandi, og einn á Spáni.
Þrír Íslendingar fengu annan vinning í jóker kvöldsins og fær hver þeirra 100 þúsund krónur að launum. Miðarnir voru keypti á lotto.is, N1 á Akureyri og einn í áskrift.