Neitaði sök fyrir héraðsdómi

Morðið sem hefur verið mikið fjallað um í fréttum undanfarið …
Morðið sem hefur verið mikið fjallað um í fréttum undanfarið gerðist í þessu húsi í Barðavogi. mbl.is/Óttar

Magnús Aron Magnússon, sem er ákærður fyrir að myrða mann í Barðavogi í Reykjavík í júní, neitaði sök þegar mál ákæruvaldsins gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. RÚV greinir frá.

Magnús Aron andmælti verknaðarlýsingu í ákærunni og kröfum systkina hins látna um bætur en féllst á bótakröfu barna hans og föður. Verjandi Magnúsar Arons óskaði eftir lokuðu þinghaldi en því var andmælt af saksóknara og fjölskyldu hins látna. Dómari féllst ekki á beiðni verjanda Magnúsar Arons og verður þinghaldið því opið.

Fram kemur í frétt RÚV að málinu hefur verið frestað þar til mat yfirmatsmanna um sakhæfi hins ákærða liggur fyrir en viðbúið er að það verði á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert