Verðbólga lækkar í 9,7 prósent

Frá austurbæ Reykjavíkur.
Frá austurbæ Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Vísitala neysluverðs hækkaði í ágúst um 0,29% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Þar kemur einnig fram að vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi hækkað um 0,04% frá því í júlí síðastliðnum.

Verðbólga mældist því 9,7 prósent í ágúst, en var 9,9 prósent mánuðinn áður.

Sumarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 3,5%. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 6,4%.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,7% og verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,9%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert