6,1% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er áætlað að landsframleiðslan á öðrum ársfjórðungi í ár hafi numið 913,3 milljörðum króna og hafi aukist um 6,1% að raungildi borið saman við sama tímabil í fyrra.

Hagvöxtur á tímabilinu var einkum drifinn áfram af aukinni einkaneyslu og mikilli aukningu í komum erlendra ferðamanna hingað til lands borið saman við sama tímabil í fyrra, að því er segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Þar sem útflutningur jókst meira en innflutningur dró úr halla af vöru-og þjónustuviðskiptum við útlönd og landsframleiðslan óx umfram þjóðarútgjöld. Talsverður samdráttur var í birgðum á tímabilinu, einkum birgðum sjávarafurða, með samsvarandi neikvæðum áhrifum á hagvöxt á tímabilinu.

Á föstu verðlagi mælist landsframleiðslan nú um 0,5% meiri að raungildi en hún var á sama tímabili árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert