Helgi Bjarnason
Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar er að hefja samráð við faghópa og að meta hvaða rannsóknir þarf að gera á þeim virkjanakostum sem verkefnisstjórnin hefur nú til umfjöllunar. Listinn breyttist verulega eftir afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar í vor. Meðal annars voru átta virkjanakostir færðir úr orkunýtingar- og verndarflokkum í biðflokk og koma þeir því til mats að nýju.
Verkefnisstjórnin er byrjuð að funda eftir sumarleyfi og skipuleggja starfið fram undan, að sögn formanns, Jóns Geirs Péturssonar sem er prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Hann segir að fyrsta verkefnið sé að leggja drög að þeim rannsóknum sem vinna þarf, til viðbótar fyrri rannsóknum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.