Embætti umboðsmanns Alþingis hefur aldrei leyst úr fleiri málum á einu ári en í fyrra en þá voru málin tæplega 600 talsins.
Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu umboðsmanns. „Álit var veitt í 59 þeirra eða um 10% heildarinnar, þá ýmist með eða án tilmæla. Jafnframt voru stjórnvöldum sendar athugasemdir eða ábendingar í 41 máli til viðbótar. Stjórnvöld hafa almennt brugðist vel við tilmælum í álitum og farið að þeim,“ segir á vef umboðsmanns.
Fram kemur að metfjöldi kvartana hafi borist á síðasta ári, eða 570. Er það um 5% fjölgun frá metárinu 2020 þegar þær voru 540.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.