Hjúkrunarnemar í klínísku námi á lokaári frá Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri á Landspítalanum en nú.
Alls munu 125 fjórða árs nemendur frá HÍ útskrifast úr klínísku námi við LSH í vor en hefðbundin stærð árgangs er um 80 til 90 nemar.
Fram kemur í myndskeiði sem Landspítalinn gerði, og fjallar um klínískt nám hjúkrunarfræðinema, að mikil fjölgun hafi verið undanfarin ár á meðal hjúkrunarfræðinema á spítalanum.
„Árlega koma á Landspítala um 1.900 nemar, þannig að Landspítali er með stærri „skólum“ á landinu,“ segir á Facebook-síðu Landspítalans.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Eygló Ingadóttur, hjúkrunarfræðing og verkefnastjóra á menntadeild Landspítala sem og hjúkrunarfræðinemana Kristófer Kristófersson og Lovísu Snorradóttur.
Metfjöldi hefur verknám á Landspítala Fjórða árs hjúkrunarnemar frá Háskóla Íslands eru nú að byrja fyrsta klíníska nám...
Posted by Landspítali on Wednesday, 31 August 2022