Atli Steinn Guðmundsson
„Mér finnst alltaf gott þegar félög innan heildarsamtaka ná saman og fara fram sameiginlega í kjarasamningaviðræður,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, innt viðbragða við sameiginlegu viðræðuumboði BHM í komandi kjarasamningaviðræðum. Morgunblaðið greindi frá umboðinu í gær og var þar haft eftir Friðriki Jónssyni formanni að hann vildi allra helst drífa viðræður í gang tafarlaust.
Sonja Ýr kveður aðildarfélög BSRB um þessar mundir vera að hefja viðræðuundirbúning. Samningar meirihluta félaganna séu ekki lausir fyrr en í mars á næsta ári.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.