Heppinn viðskiptavinur vann þriðja vinning í Víkingalottó sem hljóðar upp á 1.806.420 krónur en vinningshafinn var í áskrift.
Fyrsti vinningur sem hljóðar upp á um 1,3 milljarð og annar vinningur sem hljóðar upp á 18 milljón gengu ekki út þegar dregið var í kvöld.
Fimm voru með annan vinning í jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Einn af þeim sem unnu voru í áskrift, tveir af miðunum voru keyptir á lotto.is, einn miðinn var keyptur á lotto-appinu og einn miðinn var keyptur í Reykjavík.