Vatnsmagn í Hvítá hefur minnkað all hressilega frá því í gær.
Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„Flóðtoppurinn er genginn yfir sem var þarna í nótt, sem var væntanlega út af leysingum og þessari miklu rigningu sem var í gær.“
Að sögn Sigríðar er hlaup ekki hafið í Hafrafellslóni.
„Við erum í góðu sambandi við almannavarnir og látum vita ef einhverjar breytingar verða.“