Alls létu 14 hjúkrunarfræðingar af störfum í dag á bráðamóttöku Landspítalans. Viðbúið er að annar eins fjöldi hætti um næstu mánaðamót.
Þetta kemur fram á vef RÚV.
Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans, að þetta sé áhyggjuefni og þróun sem verði að snúa við með öllum tiltækum ráðum. Runólfur heldur því aftur á móti fram að staðan eigi eftir að batna.
Hann segir í samtali við RÚV að á bráðamóttökunni skapist mjög erfiðar vinnuaðstæður. Álag sé mikið, fólk heltist úr lestinni og við það skapist mannekla sem gerir ástandið erfiðara. Þetta hafi verið vítahringur sem reynt sé að rjúfa.