Bakkaði á vegfaranda og ákærður fyrir líkamsárás

Ákært er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Ákært er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. mbl.is/Eggert

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa bakkað bíl á gangandi vegfaranda sem gekk eftir gangstétt, með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina.

Hlaut vegfarandinn við þetta meiðsl á vinstri öxl og mjóbaki, mar á vinstri mjöðm og mar og tognun á vinstra hné, að því er fram kemur í ákærunni.

Atvikið átti sér stað við Bragagötu í október árið 2018. Samkvæmt lýsingum lögreglu á atvikinu frá þeim tíma var ákærði að bakka í stæði þegar atvikið átti sér stað. En líkt og segir í ákærunni er það flokkað sem sérstaklega hættuleg líkamsárás.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert