„Ritstjóri hungurdiska telur árlega það sem hann kallar sumardaga í Reykjavík og reiknar sumareinkunn. Sumardagar hafa verið sérlega fáir í Reykjavík það sem af er sumri eða sex talsins,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á hungurdiskum á Moggablogginu.
Þegar Trausti gerði upp fyrstu 20 daga ágústmánaðar á bloggi sínu var meðalhiti í Reykjavík 10,0 stig, -1,4 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Þetta er kaldasta ágústbyrjun aldarinnar í Reykjavík og kaldasta frá 1993.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.