Nýnemar tolleraðir í veðurblíðunni

Athöfnin fer fram á skólalóðinni.
Athöfnin fer fram á skólalóðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nemendur Menntaskólans í Reykjavík héldu í dag í áratuga gamla hefð þegar að nýjustu nemendurnir voru boðnir velkomnir í skólann með tolleringu á skólalóðinni.

Í tilefni dagsins voru eldri nemendurnir klæddir í tóga með óhugnanlega andlitsmálningu og sumir jafnvel með hvítar linsur í augunum til að skerpa útlitið enn frekar.

Ljósmyndari mbl.is var á vettvangi og náði nokkrum skemmtilegum myndum af þessari athöfn.

Eldri nemendur voru klæddir í tóga.
Eldri nemendur voru klæddir í tóga. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert