Formaður Skotvís vekur athygli á því að mat Náttúrufræðistofnunar á veiðiþoli rjúpnastofnsins fyrir haustið sé eingöngu reiknað út frá stöðunni á Norðausturlandi. Þar sé stofninn í sögulegu lágmarki.
Náttúrufræðistofnun metur veiðistofn rjúpunnar tæplega 300 þúsund fugla og veiðiþol stofnsins í haust sé 26 þúsund fuglar. Miðað við að 4500 veiðimenn gangi til rjúpna getur hver skotið sex fugla. Reyndar telur stofnunin að miðað við reynslu undanfarinna ára verði veiðin umfram áætlun eða 34 þúsund fuglar.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.