Rólegra veður í vændum

Spáð er 8 til 14 stiga hita í dag.
Spáð er 8 til 14 stiga hita í dag. Kort/mbl.is

Mun rólegra veður er í vændum eftir tvo rigningardaga, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Þó má búast við skúrum um mest allt land. Spáð er suðlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en áttin mun snúast í norðaustan 5-10 norðantil í kvöld. Þá verður hiti um 8 til 14 stig.

Á morgun er spáð norðan og norðaustan 8-15 um landið vestanvert en annars staðar er spáð hægari átt. Rigning verður norðan- og austantil en annars bjart með köflum. Spáð er 7-15 stiga hita og hlýjast á Suðurlandi.

Þá segir í hugleiðingunum að svo sé að sjá að helgarveðrið „verði lygnt og gott víðast hvar“.

Þó er tekið fram að þar sem daginn er farið að stytta eykst dægursveiflan og sé bæði vindur og bjart yfir sé oft stutt í næturfrostið.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert