Tekinn með 5.000 töflur af OxyContin

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innflutningi á um 5.000 töflum af OxyContin.

Tollurinn fann lyfið, sem barst hingað í póstsendingu, en um er að ræða 80 mg töflur.

Í framhaldinu voru tveir menn handteknir í aðgerðum lögreglu vegna málsins og annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald, eins og áður sagði, en hinn er laus úr haldi, að því er lögreglan greinir frá. 

Hún segir jafnframt, að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert