Stefnt er að því að gagngerum endurbótum á Laugardalshöll ljúki um mánaðamótin september/október.
Leggja þurfti nýtt parket á gólf hússins. Einnig var tekin ákvörðun um að nota tækifærið og setja upp lýsingu og hljóðkerfi sem uppfyllir nútímakröfur við íþróttakeppni og fyrir hlutverk hússins sem fjölnotahúss.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.