Yfirfall úr Hafrafellslóni

Horft til norðausturs yfir hlíðar Hafrafells, til vinstri, og Langjökul. …
Horft til norðausturs yfir hlíðar Hafrafells, til vinstri, og Langjökul. Á miðri mynd sést hvar hlaupvatnið braust undan jöklinum og í Svartá árið 2020. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Talsvert hefur bæst við í Hafrafellslón eftir leysingar og úrhelli undanfarna daga samkvæmt því sem fram kemur hjá Eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands. 

Þar kemur fram að lónið sé komið á yfirfall yfir í Flosavatn til norðurs en upplýsingarnar fengust úr gervitungli um 800 km yfir jörðu. 

Vatnsstaða Hafrafellslóns hefur hækkað jafnt og þétt að undanförnu. 

Minnst er á þann möguleika í færslunni að hlaup gæti farið af stað undir Langjökul til suðvesturs og yfir í Svartá en of snemmt sé að fullyrða um það. Flóðið gæti þá farið niður í Hvítá. 

Skyndi­legt flóð varð úr sama lóni árið 2020 en þá flæddi mikið vatn niður far­veg Svar­tár, sem alla jafna er vatns­lít­il á þess­um árs­tíma, og áfram niður í Hvítá.

Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að vatnsmagn hafi víða lækkað í ám á ný samkvæmt þeirra mælum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert