Áframhaldandi gæsluvarðhald talið nauðsynlegt

Maðurinn er m.a. ákærður fyrir nauðgun, líkamsárásir og brot í …
Maðurinn er m.a. ákærður fyrir nauðgun, líkamsárásir og brot í nánu sambandi. Samsett mynd

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nauðgun, eignaspjöll og brot í nánu sambandi gegn eiginkonu sinni, til 27. september.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí en aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum er fyrirhuguð 22. og 23. september næstkomandi.

Auk brotanna sem talin eru upp hér að ofan var maðurinn ákærður þann 28. júlí fyrir umferðalagabrot, eftir að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna, og líkamsárásir gegn þremur mismunandi einstaklingum þann 24. apríl. 

Maðurinn játaði að hafa brotið gegn umferðalögum en neitaði sök í öðrum ákæruliðum.

Haldi áfram að brjóta af sér

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að gæsluvarðhald sé talið nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu mannsins, þar sem hætta sé á að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér verði hann nú látinn laus. 

Verður hann því látinn sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til klukkan 14 þann 27. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert