Karlmaður um fimmtugt hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa árin 2017 og 2018 vantalið útskatt og oftalið innskatt í rekstri einkahlutafélags þar sem hann var skráður bæði stjórnarmaður og framkvæmdastjóri.
Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn sé ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum á þessu tímabili, en vanframtalinn útskattur er talinn hafa verið 10,6 milljónir og offramtalinn innskattur 8,85 milljónir.
Samtals eru því meint brot mannsins talin vera um 19,5 milljónir.